Umsagnir Á döfinni Sýningar Kynning List

KLARA GL er íslenskur listmálari sem málar mjög sérstakar myndir. Ég hef fylgst með vinnu hennar og verkum  í nokkurn tíma  og finnst mér hæfileikar hennar til myndsköpunar  mjög athyglisverðir  svo og hversu myndir hennar eru nýstárlegar.  Í myndum hennar má skynja íslenska dulúð  sem hún túlkar af mikilli næmni.  Kraftur elds og vatns kemur fram í myndverkum hennar  sem fagurt andvarp eða hróp.  Hún er framtíðar listamaður og verk hennar verða að koma fram hratt og skipulega til þess að ná að komast  út fyrir hennar eigin landamæri. 

Denis BERMOND, Peintre Officiel de l'Armée (France) 

  

Myndverk KLÖRU GL eru unnin úr ýmsum efnum. Nefna má m.a.  sand og stein blandað við  acrílmálningu.  Myndir hennar leiða  okkur að sérstökum einkennum  heimalands hennar Íslands.  Þar sem  blandast ís og eldur, skær birta  himinsins og dökkur litur hraunbreiðanna. Segja má að allt litróf listar hennar sé bæði óhlutrænt og myndauðugt . Sérkennilegt samræmi kemur fram í  verkum  hennar, sem einlægni og ró hvíla yfir, líkt og þegar  horft er út á sjóinn frá strönd Belle– Ile eða horft yfir  endalausa víðáttu öræfa  Íslands.

Patrick DEMELLIER, Gérant de "Un Temps pour l'Art" (France)

klaragl

klaragl

Klara Gunnlaugsdottir-Lucas