Umsagnir Á döfinni Sýningar Kynning List

Ég er fædd á Íslandi árið 1965 og ólst upp í Garðabæ.  Stúdentsprófi lauk ég frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar , var við nám í Þýskalandi um tíma og lauk svo BA námi í stjórnmálafræði og ensku frá Háskóla Íslands.  Að námi loknu stundaði ég ýmis störf tengd námi mínu og sótti jafnframt ýmis námskeið í myndlist.  Árið 2000 fluttist ég til Bretaigne í Frakklandi ásamt eiginmanni og þremur börnum og nokkrum árum síðar eða árið 2008 tók ég í notkun nýja vinnustofu « Atelier KLARA » og snéri mér alfarið að myndlistinni.

Í dag bý ég og starfa bæði á Íslandi og í Frakklandi.  Mitt aðal heimili og vinnustofa er samt sem aður í Frakklandi en ég dvel ávallt stóran hluta af sumrinu á Íslandi og kem í styttri ferðir eftir þörfum.   Ég er félagi í « Sambandi Franskra Myndlistarmanna » og sambandi myndlistarmanna á Brocéliande svæðinu á Bretagne skaganum í Frakklandi, þar sem ég er búsett. Á  Íslandi er ég félagi í GRÓSKU, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ.   Ég hef haldid 17 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði í Frakklandi og á Íslandi.  

Myndverk mín eru unnin úr ýmsum efnum t.d. sandi, steinum og sérstökum mótunarleir blandað saman við akríl málningu.  Með blandaðri tækni og mörgum umferðum næ ég að vinna upp mikla dýpt og ná fram mismunandi áferðum.  Verk mín hafa sterka skírskotun til  íslenskra náttúru sem gefur mér endalausan innblástur enda er hún svo stórkostleg og engu lík.  Í verkum mínum nota ég mikið rauða, orange, svarta, hvíta og gráa liti  til að túlka eld, hraun, snjó og ís.  Ég leitast við að draga fram mynstur, kraft og andstæður   sem sjá má í náttúrinni, eins og t.d. heitt og kalt, gamalt og nýtt, slétt og gróft, þunnt og þykkt, matt og glans, ljóst og dökkt. Öll mín verk eru unnin á striga, strektan á við, og hliðarnar ávallt málaðar.  Málverkin er hægt að hengja strax upp og í raun ekki þörf á að láta ramma sérstaklega inn.  

Á heimasíðu minni www.klara.odexpo.com eru nánari upplýsingar um verk mín og störf og  hægt að skoða  ljósmyndir af fleiri málverkum. Öllum fyrirspurnum svara ég fúslega í síma : (+33) 622738969   eða gegnum tölvupóst : klaralucas@orange.fr

Klara GUNNLAUGSDOTTIR-LUCAS

www.klaragl.com

www.facebook.com/KLARAGL

 

klaragl

klaragl

Klara Gunnlaugsdottir-Lucas